Sage Barista Express.
Eins og flestir hafa gleymt þá varð ég fimmtugur fyrir viku síðan. Magnea var búin að undirbúa allar gjafir og guð minn almáttugur hvað ég er ánægður. Ég fékk pening frá Magneu, sem við munum nota í helgarferð þegar það verður auðveldara að ferðast. Sundnámskeið, körfubolta, alfræðibók um vín, svona fyrir "dummies".Mjög gott fyrir bjána eins og mig. Matthías kom svo með krem handa mér sem hann hafði búið til sjálfur :)
Svo var það græjan! Magnea hóaði í alla fjölskylduna og fékk gengið til að slá saman í þetta súper tæki. Það hefur fengið ljómandi dóma og þó ég sé ennþá að læra á gripinn að þá er ég í skýjunum yfir þessu tæki. Ég er búinn að klappa því og strjúka eins og Gollum með hringinn sinn. Með þessu fylgdi ógrynni af nýristuðu kaffi frá öllum heimsálfum, nema eyjaálfu og suðurskautinu.
Ef þið eigið leið framhjá Hestehavevej 34 í Ryslinge í framtíðinni þá get ég boðið upp á latte.
lifið heil og njótið.
Arnar
Ummæli
/H.
kv
Raggi